Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.10.2008 | 15:55
FINNLANDÍSERINGU, TAKK!
Finnar urđu ađ taka heldur hressilega tillit til sovéskra sjónarmiđa á kaldastríđsárunum og var ţróun í ţá átt kölluđ "Finnlandisering". Nú vilja íslenskir pótintátar ólmir feta í fótspor hins tćknivćdda Finnlands Nókíusímans, gćđa skólans og hinna háu skatta. Ţetta er mér reyndar mikiđ gleđiefni, Finnar fylgja gćtinni, traustri miđjustefnu, forđast frjálshyggjuöfga og róttćknisvillur. Og ég spyr "Suomi-Ísland óskalandiđ hvenćr kemur ţú?"
P.S. Tilraunir íslenskra businestossa til ađ stćla Kanana hefur leitt til ófarnađar, reyndar gildir ţađ sama um tilraun Kana til ađ stćla sjálfa sig. Kannski ţeir geti líka lćrt af
15.10.2008 | 12:20
KREPPU-ÍSLAND ÁRIĐ 2018
Útigangsmenn hafast viđ í rústum Kringlunnar, berjast viđ rotturnar um bitana. Vindurinn feykir gömlu rusli á götunum, malbikiđ sprungiđ. Málningin flögnuđ af á flestum húsum, hlerar fyrir gluggum, mörg húsanna ađ hruni kominn. Ryđguđ bílhrć víđa, fáir á ferli, einstaka tíu ára gamall skrjóđur skröltir um göturnar.
Ferđalangur vindur sér ađ stafkerlingu sem staulast áfram á ţví sem einu sinni var gangstétt. Hann spyr: "Hvar er allt unga fólkiđ?" Sú gamla svarar: "O ćtli ţađ sé ekki flutt til útlanda, margir hafa víst fengiđ fína vinnu í Póllandi. Eđa var ţađ Lettlandi?".
14.10.2008 | 08:40
GEIR ÁGÚSTSSON OG KREPPAN ÓGURLEGA
- Halldór Laxness sagđi eitt sinn ađ kommúnistar vćru feykilegir besserwisserar, ţeir héldu sig alvitra. Slíkt hiđ sama gildir um frjálshyggjumenn, rétt eins og kommúnistar tala ţeir viđ fólk í kennaratóni. Ţetta sést í nýlegu bloggi ţess annars ágćta frjálshyggjumanns Geirs Ágústssonar. Hann talar niđur til nóbelshagfrćđingsins Paul Krugmans og kennir honum hagfrćđi. Krugman greyiđ hafi ekki skiliđ ađ orsök kreppunnar sé einokun ríkisins á peningaprentun. Verđi hún gefin frjáls munu slíkar kreppur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ţessi kenning er reyndar ćttuđ frá hinum svokallađa austurríska skóla í hagfrćđi en hann hafđi m.a. sér til ágćtis ađ gefa skít í öll reynslurök. Einn helsti forsprakki skólans, Ludwig von Mises, sagđi ađ skilja mćtti hagkerfiđ međ ţví einu ađ velti ţví fyrir sér hvernig skynsamur mađur myndi hegđa sér viđ skilyrđi frjálss markađar, ekki ţyrfti ađ rannsaka raunverulegt atferli manna. Ađ svo miklu leyti sem kenningar skólans eru prófanlegar ţá fć ég ekki annađ séđ en ađ kenningin um peningaeinokun sé röng. Ţađ urđu stórfelldar fjármagnskreppur í Bandaríkjunum áđur en Seđlabankinn ţar tók sér einkarétt á prentun peninga. Og hvernig hafa frjálshyggjumenn eins og Geir hugsađ sér ađ skýra ţá stađreynd ađ eina kreppulausa skeiđiđ í sögu kapítalismans var ríkisafskiptaskeiđiđ mikla á fyrstu áratugunum eftir stríđ?
- Winston Churchill sagđi réttilega ađ sá sem ekki er kommúnisti tvítugur hefur ekkert hjarta, sá sem enn er kommi ţrítugur hefur engan heila. Ég bćti viđ: Sá sem ekki er frjálshyggjumađur tvítugur hefur hvorki hjarta né heila, sá sem enn er frjálshyggjumađur ţrítugur er líklega á launum hjá auđvaldinu.
13.10.2008 | 15:01
EYMD BJARTSÝNINNAR
Paul Krugman, nýbakađur nóbelshafi í hagfrćđi, segir ađ ofurbjartsýni Bandaríkjamanna sé ein af ástćđunum fyrir efnahagsörđugleikum ţeirra. Könum sé kennt í ćsku ađ ţeir muni meika ţađ á endanum, alt batni ć. Ţess vegna séu ţeir óhrćddir viđ ađ taka lán til ađ fjármagna neyslu sína. Ţessar lántökur hafi skaddađ ameríska efnahaginn og sé ein helsta ástćđan fyrir ţví ađ landiđ sé skuldum vafiđ (ţetta sagđi hann löngu áđur en bankahruniđ mikla varđ!).
Lítiđ land norđur viđ Dumbshaf hefur veriđ kölluđ "litla Ameríka", ég kalla ţađ "fimmtugastaogfyrsta ríkiđ". Eyjarskeggjar námu ofurbjartsýna af sínum amerísku guđum, voru handvissir um ađ í himnalagi vćri ađ skuldsetja sig upp yfir haus. Landiđ fór á hausinn fyrir vikiđ.
13.10.2008 | 11:53
KRUGMAN FÉKK HAGFRĆĐINÓBELINN
![]() |
Krugman fékk Nóbelsverđlaun í hagfrćđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
13.10.2008 | 10:56
Ađ kóa međ kapítalistum
"Ekki benda á mig, segir varđstjórinn...", söng Bubbi, "ekki benda á mig og ekki benda á hiđ heilaga útrásarauđvald, segir hinn ofstćkisfulli frjálshyggjumađur". Hann kóar međ kapítalistunum eins og alltof margir Íslendingar. Áđur ţjáđust ţeir af ríkisdýrkun, ríkiđ átti öllu ađ redda, nú ţjást ţeir af ríkradýrkun, hinir ríku bjarga öllu. En ţađ er von til ţess ađ landin nái áttum, hćtti ađ dýrka ţá ríku líka. Mitt bođorđ: Dýrkum sem fćst og tökum undir međ Bob Dylan er hann kyrjar "Don't follow leaders, watch parking meters".
13.10.2008 | 10:47
"AFREK" ÚTRÁSARAUĐVALDSINS
Óráđvendni og óráđsíđa fáeinna stórkapítalista hefur komiđ Íslandi á hausinn. Aldrei hafa jafn fáir gert jafn mörgum jafn mikiđ mein.
12.10.2008 | 12:49
KÁLFAR Í BANKALÍKI
Kálfar eru einkar heimskar skepnur.
10.10.2008 | 14:16
MÁLSÓKN GEGN BANKALIĐINU?
10.10.2008 | 10:34
LOF SVARTSÝNI
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)