Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

FINNLANDÍSERINGU, TAKK!

 

Finnar urđu ađ taka heldur hressilega tillit til sovéskra sjónarmiđa á kaldastríđsárunum og var ţróun í ţá átt kölluđ "Finnlandisering". Nú vilja íslenskir pótintátar ólmir feta í fótspor hins tćknivćdda Finnlands Nókíusímans, gćđa skólans og hinna háu skatta. Ţetta er mér reyndar mikiđ gleđiefni, Finnar fylgja gćtinni, traustri miđjustefnu, forđast frjálshyggjuöfga og róttćknisvillur. Og ég spyr "Suomi-Ísland óskalandiđ hvenćr kemur ţú?"

P.S. Tilraunir íslenskra businestossa til ađ stćla Kanana hefur leitt til ófarnađar, reyndar gildir ţađ sama um tilraun Kana til ađ stćla sjálfa sig. Kannski ţeir geti líka lćrt af


KREPPU-ÍSLAND ÁRIĐ 2018

 

Útigangsmenn hafast viđ í rústum Kringlunnar, berjast viđ rotturnar um bitana. Vindurinn feykir gömlu rusli á götunum, malbikiđ sprungiđ. Málningin flögnuđ af á flestum húsum, hlerar fyrir gluggum, mörg húsanna ađ hruni kominn. Ryđguđ bílhrć víđa, fáir á ferli, einstaka tíu ára gamall skrjóđur skröltir um göturnar.

Ferđalangur vindur sér  ađ stafkerlingu  sem staulast áfram á ţví sem einu sinni var gangstétt. Hann spyr: "Hvar er allt unga fólkiđ?" Sú gamla svarar: "O ćtli ţađ sé ekki flutt til útlanda, margir hafa víst fengiđ fína vinnu í Póllandi. Eđa var ţađ Lettlandi?".


GEIR ÁGÚSTSSON OG KREPPAN ÓGURLEGA

 
  • Halldór Laxness sagđi eitt sinn ađ kommúnistar vćru feykilegir besserwisserar, ţeir héldu sig alvitra. Slíkt hiđ sama gildir um frjálshyggjumenn, rétt eins og kommúnistar tala ţeir viđ fólk í kennaratóni. Ţetta sést í nýlegu bloggi ţess annars ágćta frjálshyggjumanns Geirs Ágústssonar.  Hann talar niđur til nóbelshagfrćđingsins  Paul Krugmans og kennir honum hagfrćđi. Krugman greyiđ hafi ekki skiliđ ađ orsök kreppunnar sé einokun ríkisins á peningaprentun. Verđi hún gefin frjáls munu slíkar kreppur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ţessi kenning er reyndar ćttuđ frá hinum svokallađa austurríska skóla í hagfrćđi en hann hafđi m.a. sér til ágćtis ađ gefa skít í öll reynslurök. Einn helsti forsprakki skólans, Ludwig von Mises, sagđi ađ skilja mćtti hagkerfiđ međ ţví einu ađ velti ţví fyrir sér hvernig skynsamur mađur myndi hegđa sér viđ skilyrđi frjálss markađar, ekki ţyrfti ađ rannsaka raunverulegt atferli manna. Ađ svo miklu leyti sem kenningar skólans eru prófanlegar ţá fć ég ekki annađ séđ en ađ kenningin um peningaeinokun sé röng. Ţađ urđu stórfelldar fjármagnskreppur í Bandaríkjunum áđur en Seđlabankinn ţar tók sér einkarétt á prentun peninga. Og hvernig hafa frjálshyggjumenn eins og Geir hugsađ sér ađ skýra ţá stađreynd ađ eina kreppulausa skeiđiđ í sögu kapítalismans var ríkisafskiptaskeiđiđ mikla á fyrstu áratugunum eftir stríđ?
  •      Winston Churchill sagđi réttilega ađ sá sem ekki er kommúnisti tvítugur hefur ekkert hjarta, sá sem enn er kommi ţrítugur hefur engan heila. Ég bćti viđ: Sá sem ekki er frjálshyggjumađur tvítugur hefur hvorki hjarta né heila, sá sem enn er frjálshyggjumađur ţrítugur er líklega á launum hjá auđvaldinu.

EYMD BJARTSÝNINNAR

 

Paul Krugman, nýbakađur nóbelshafi í hagfrćđi, segir ađ ofurbjartsýni Bandaríkjamanna sé ein af ástćđunum fyrir efnahagsörđugleikum ţeirra. Könum sé kennt í ćsku ađ ţeir muni meika ţađ á endanum, alt batni ć. Ţess vegna séu ţeir óhrćddir viđ ađ taka lán til ađ fjármagna neyslu sína. Ţessar lántökur hafi skaddađ  ameríska efnahaginn og sé ein helsta ástćđan fyrir ţví ađ landiđ sé skuldum vafiđ (ţetta sagđi hann löngu áđur en bankahruniđ mikla varđ!).

Lítiđ land norđur viđ Dumbshaf hefur veriđ kölluđ "litla Ameríka", ég kalla ţađ "fimmtugastaogfyrsta ríkiđ". Eyjarskeggjar námu ofurbjartsýna af sínum amerísku guđum, voru handvissir um ađ í himnalagi vćri ađ  skuldsetja sig upp yfir haus. Landiđ fór á hausinn fyrir vikiđ.


KRUGMAN FÉKK HAGFRĆĐINÓBELINN

Rétt í ţessu bárust ţćr fréttir ađ einn minna uppáhaldshagfrćđinga, Paul Krugman,hefđi fengiđ nóbelsverđlaunin. Hann međal ţeirra sem blásiđ hafa nýju lífi í kenningar Keynes en ţćr eru eitur í beinum frjálshyggjumanna. Enda er Krugman lítill unnandi frjálshyggju og segir ađ ríkisstjórnir hafi gefist upp á ţví beita peningamagnskenningum Friedmans. Ţćr reyndust illa. Hann segir eins og fjöldi frćđimanna ađ meiri hagvöxtur hafi veriđ í Bandaríkjunum á ríkis-"afskipta"-skeiđinu 1945-1980 en á frjálshyggjuskeiđinu eftir 1980. Til ađ gera illt verra hafi tekjur međalmanna á unna klukkustund minnkađ međan hinir ríku hafa grćtt á tá og fingri. Svona talar einn helsti hagfrćđingur heimsins á međan starfssystkini hans á Íslandi liggja flöt fyrir Friedman. PS Lysthafendur geta lesiđ langan ritdóm minn um bók Krugmans The Conscience of a Liberal í tímaritinu Herđubreiđ.
mbl.is Krugman fékk Nóbelsverđlaun í hagfrćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ kóa međ kapítalistum

Veffari segir réttilega ađ frjálshyggjumenn reyni nú ađ koma sök kreppunnar á Davíđ Oddsson. Sumir virđast vera í Friedmansleik en Milton Friedman skellti skuldinni af kreppunni 1929 á ameríska seđlabankann. Ekk fylgir sögunni hverjum hann taldi hrunin miklu á árunum fyrir 1912 vera ađ kenna. Ţá var enginn seđlabanki vestra og fjármagsmarkađurinn öldunigis "frjáls". Samt (?) urđu hrikaleg efnahagshrun hvađ eftir annađ. En svo leiđis lagađ hafđi enginn áhrif á Friedman, hann hefur örugglega ćst sig upp í ađ trúa ađ allt vćri ríkinu ađ kenna, frjálshyggjumenn gefa sér fyrirfram ađ svo sé.
"Ekki benda á mig, segir varđstjórinn...", söng Bubbi, "ekki benda á mig og ekki benda á hiđ heilaga útrásarauđvald, segir hinn ofstćkisfulli frjálshyggjumađur". Hann kóar međ kapítalistunum eins og alltof margir Íslendingar. Áđur ţjáđust ţeir af ríkisdýrkun, ríkiđ átti öllu ađ redda, nú ţjást ţeir af ríkradýrkun, hinir ríku bjarga öllu. En ţađ er von til ţess ađ landin nái áttum, hćtti ađ dýrka ţá ríku líka. Mitt bođorđ: Dýrkum sem fćst og tökum undir međ Bob Dylan er hann kyrjar "Don't follow leaders, watch parking meters".

"AFREK" ÚTRÁSARAUĐVALDSINS

Hugrakkir breskir flugmenn björguđu Bretlandi frá innrás Ţjóđverja. Churchill sagđi "aldrei hafa jafn margir átt eins fáum jafnmikiđ ađ ţakka".
Óráđvendni og óráđsíđa fáeinna stórkapítalista hefur komiđ Íslandi á hausinn. Aldrei hafa jafn fáir gert jafn mörgum jafn mikiđ mein.

KÁLFAR Í BANKALÍKI

Eftir einka(vina)vćđinguna voru bankarnir eins og kálfar á vordegi. En eins og öđrum kálfum var ţeim slátrađ ţegar haustađi.
Kálfar eru einkar heimskar skepnur.

MÁLSÓKN GEGN BANKALIĐINU?

Ţeir sem nú eiga um sárt ađ binda vegna fjárglćfrastefnu útrásarbankanna ćttu ađ athuga ţann möguleika ađ fara í mál viđ busine$$tossana sen eyđilagt hafa íslenskt efnahagslíf međ fáránlegri amerískri ofurbjartsýni. Ţetta liđ hefur sitt á ţurru, er flúiđ og flogiđ úr landi međ töskur fullar af gulli. En ţeir geta ekki flúiđ undan réttvísinni, vel má lögsćkja kvikindin og hafa af ţeim ţýfiđ. Stund hefndarinnar mun renna upp.

LOF SVARTSÝNI

Ég hef löngum veriđ mađur svartsýnn, góđu heilli. Svartsýnin hefur bjargađ mér frá barnalegri trúgirni, trú á pólitískar skýjarborgir. Ég reyndi ađ vera kommi ungur sveinn ţví ţađ ţótti kúl en trúđi innst inni ekki á vitleysuna. Mér var um megn ađ trúa á tilvonandi sćluríki kommúnismans, hugsađi sem svo ađ líklega vćru ţetta draumórar. Ef ekki myndi heimurinn eyđast í kjarnorkueldi áđur en sósíalisminn kćmist á koppinn. Seinna dađrađi ég ögn viđ frjálshyggju en uppgötvađi fljótlega ađ hún vćri systir kommúnismans. Ég gat ekki trúađ ţví ađ frjáls markađur gćti reddađ öllu eins og frjálshyggjumenn segja. Og hvađ gerist? Eftir öllum sólarmerkjum ađ dćma er aukiđ markađsfrelsi ein meginástćđa heimsbankakreppunnar. Ţess utan má leiđa veigamikil rök ađ ţví ađ "frjálsan" markađ sé ekki hćgt ađ raungera fremur en lýđrćđislegan sósíalisma. Hvađ ţá međ vöggustofu-kratisma? Af honum fékk ég nóg sextán vetra sveinn í Svíaríki, sá í gegnum blöffiđ ţađ. Ég var náttúrulega allt of svartsýnn til ađ treysta útrásinni, hef sagt í rćđu og riti ađ útrásarfyrirtćkin reistu sér hurđarás um öxl, fyrr eđa síđar myndi allt klammaríiđ hrynja. En mig órađi ekki fyrir ţví ađ íslenska hagkerfiđ myndi fara á hausinn fyrir vikiđ. Ég, sjálfur meistari svartsýninnar, var ekki nógu svartsýnn! Ţví er enginn furđa ţótt ég taki undir međ Dylan ţegar hann syngur "It is easy to see with out looking to far that not much really is sacred". Nema svartsýnin, hún er heilög.

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband