Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.11.2008 | 08:58
HRINGADROTTINN BORUBRATTUR
![]() |
Baugur getur staðið veðrið af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 14:50
GUNNAR, BNA OG DAUÐATEYGJUR FRJÁLSHYGGJUNNAR
Frjálshyggjubjarndýrið bítur frá sér í dauðateygjunum! Það bregður sér í líki Gunnars Rögnvaldssonar sem svarar gagnrýni minni á frjálshyggjuna á ummælasíðu minni og segir m.a. að framleiðni á klukkutíma sé meiri í Bandaríkjunum en í hinum vondu ESB-sósíalistaríkjum. En annað segir hagrfræðingurinn John Kay í bók sinni The Truth About Markets. Hann birtir tölur frá OECD sem sýna að framleiðni á klukkustund er u.þ.b. sú sama í BNA og ríkustu ESB-löndunum, Kanar þéna meira af því þeir verði að vinna 20% meir en Evrópubúar. Paul Krugman, nýbakaður nóbelshafi í hagfræði, segir að framleiðni á unna klukkustund sé meiri víða um lönd en vestan hafs, t.d. í hinu vonda sósíalistbæli Frakklandi! Merkilegt (?) nokk þá hefur hagvöxtur vestanhafs verið minni á markaðsvæðingarárunum frá 1980 en á ríkisþátttöku skeiðinu vonda 1945 til 1980. Hann bætir við að framleiðnin hafi aukist minna vestanhafs á blómaskeiði frjálshyggjunnar (1980-2005) en á tuttugu og fimm árunum þar á undan á velmektardögum ríkisafskiptana. Krugman bætir því við meðaljón vestra beri minna úr býtum fyrir hverja unna klukkustund enn á árunum fyrir Reagan Þess utan hafi versnandi kjör millistéttamanna ollið gífurlegri skuldasöfnun heimila. Krugman telur þetta eina af helstu ástæðum þess að Bandaríkin séu skuldum vafin. Skattalækkun Bush er af hinu illa, hún mun stórskaða efnahagslífið og er ekkert annað en gjöf til hinna ríku frá forsetanum stéttvísa. Til að gera illl vera þénar bandaríski meðalmaðurinn þénar nú minna á unna klukkustund en fyrir aldarfjórðungi síðan. Kjör jafnt millistéttar sem hinna fátækustu hafa annað hvort ekkert batnað eða hreinlega versnað meðan hinir ofurríku hafa rakað saman fé. Þrátt fyrir nokkurn hagvöxt síðustu áratuga þénar meðalkarlmaður á fertugsaldri engu meir en hann gerði fyrir rúmum fjörutíu árum. Samt hefur verðmæti þess sem verkamaður vestanhafs framleiðir á klukkustund aukist um 50% síðan 1973. En þeir ríku hafa heldur betur matað krókinn, tekjur hins allrahæsta þúsundhluta hafa fimmfaldast á þessum árum. Þeir hafa hirt bróðupartinn af hagvexti síðastu aldarfjórðunga. Fjöldi fræðimanna taka í sama streng, t.d. nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz og breski félagsfræðingurinn Anthony Giddens. Sá síðarnefn segir að á níunda tugnum hafi 60% af hagvextinum fallið í skaut ríkasta hundraðshluta bandarísku þjóðarinnar. Í Bretlandi frjálshyggjunnar er ástandið litlu betra, hinn fátækasti tíundi hluti þjóðarinnar bjó við lakari kjör árið 1998 en tuttugu árum áður. Það fylgir sögunni að frjálshyggjuáróðursritið The Economist viðurkennir þetta og að stéttskipting hafi aukist í BNA fyrir vikið en a.m.k. 6 rannsóknir í benda í þá átt. Economist viðurkennir líka að velferðaríkið þurfi ekki að vera þrándur í götu hagvaxtar. Tímaritið bendir á að Svíþjóð blómstri þótt hlutur ríkisins í vergri þjóðarframleiðslu sé meiri en í löndum þar sem efnahagurinn sé í mun verri málum. Sænska ríkið hirðir 57% af vergri þjóðarframleiðslu, hið franska 53%, hið þýska 47% og hið spænska Frakkland 53% Spánn 37% Þýskaland 47%. Samt blómstrar Svíþjóð en hinn þrjú ríkin séu á hausnum og það þótt Spánverjar vinni mikið, meira en Frakkar og Þjóðverjar og þarf ekki mikið til. Það fylgir sögunni auðvaldsklúbburinn World Economic Forum að fjögur Norðurlandanna væru meðal þeirra sex samfélaga sem væru fremst í fylkingu hvað varðar samkeppnishæfi, árangursríka hagstjórn, útbreiðslu hátækni og örar tækninýjunga.
Best er fyrir frjálshyggjubjarndýrið að deyja með sæmd, hætta bröltinu á dánarbeðinum.
22.10.2008 | 12:44
MARTRAÐARLANDIÐ. Leiðarvísir handa skelfdri þjóð (3.leiðarhnoða)
Jóhannes úr Kötlum orti Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú? Nú má yrkja Suomi-Ísland, óskalandið hvenær kemur þú?
21.10.2008 | 14:34
MARTRAÐARLANDIÐ. Leiðarvísir handa skelfdri þjóð (2. leiðarhnoða)
Væri ekki ráð að þjóðin bílóða losaði sig við eitthvað af bílaflotanum ógnarstóra, seldi drjúgann slatta til útlanda og styrkti gjaldeyrisstöðuna fyrir vikið? Bílæðið íslensk-ameríska hefur steypt stórum hluta þjóðarinnar í skuldapytt og ógnar heilsu manna. Íslendingar ganga margir hverjir vart lengur en sitja í bílum lon og don. Verði ekki breyting á mun heilsufar Íslendinga versna til muna og mun það kosta þá stórfé í framtíðinni.
Svo leiðarhnoða númer tvö er: Losið ykkur við bílana, allir í strætó nema þeir sem vilja ganga!!
21.10.2008 | 12:27
FRJÁLSHYGGJAN ER DAUÐ, LIFI HIN HARÐA MIÐJA!
Gagnstætt því sem Íslendingar virðast halda tók sól frjálshyggjunnar að lækka á lofti fyrir u.þ.b. áratug. Það varð æ ljósara að markaðsvæðing Reagans og Thatchers skilaði sér ekki í meiri hagvexti. Þess utan skapaði hún aukna stéttskiptingu, þeir ríku urðu miklu ríkari en almenningur þénaði minna á unna klukkustund en fyrir valdadaga þessara þokkahjúa. Til að gera illt verra urðu Ný Sjálendingar ekki feitir af einhverri róttækustu frjálshyggjutilraunin gerð hefur verið. Um leið komu hin vondu norðurevrópsku velferðaríki aftur, Finnland með 50% skattbyrði skákaði öðrum þjóðum í tæknivæðingu og Svíþjóð stóð sig litlu lakar. Ég hef bent á þetta í ræðu og riti árum saman og hef boðað hina hörðu miðju og mjúku hentistefnu sem móteitur við frjálshyggju. Engin formúla er til fyrir góðri stjórnmálastefnu en yfirleitt best að halda sig á miðjunni. Meta verður frá máli til máls hvort ríkið eða markaðurinn sé lausnin.
![]() |
Er tími frjálshyggjunnar liðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 08:38
Todd: Spáði falli Sovét og BNA.
Franski lýðfræðingurinn (demograph) Emmanuell Todd fall Sovétríkjanna fyrir árið 1976. Sextán árum síðar spáði falli bandaríska heimsveldisins í bókinni Eftir heimsveldið (àpres l'empire). Eina af ástæðunum fyrir því að BNA er á fallandi fæti er sú að efnahagurinn er ekki ýkja góður, sagði hann þá. Í ofan á lag megi vel vera að auður Bandaríkjanna sé ofmetin. Enron-fyrirtækið þóttist eiga ansi miklu meira en það átti í reynd. "Ofmatið" nam 1% af vergri þjóðarframleiðslu vestanhafs. Todd spyr (árið 2002) hvort falsanir Enrons séu einsdæmi, ef fjöldi fyrirtækja geri annað eins þá má ætla að þjóðarframleiðslan bandaríska sé öllu lægri en opinberar tölur segja. Nær má geta hvort fjármagnskreppan vestanhafs hafi veikt trú Todds á eigin spásagnir.
Hann lét sér fátt um finnast þegar Bush hegðaði sér eins og hann ætti heiminn. Í viðtali við franskt Nettrímarit fyrir 3-4 árum sagði hann að Bush berði sér á brjóst og endurtæki "ég er sterkur, ég er sterkur" því hann vissi inni að svo væri ekki. Í fyrra sagði hann í viðtali að fall Svétríkjanna hafi m.a. stafað af ofurtrú á ríkið og heildina, en ofurtrú Kana á einstakling og markað gæti orðið banabiti hins ameríska heimsveldsins. Þetta hljómar sannfærandi í mínum eyrum en minnumst þess að Bandaríkin hafa oft sýnt verulegan endurkomumátt. Afskrifum aldrei BNA!
Engum læsum manni dylst að ég vísa með þessu bloggheiti til bókar Andra Snæs, Draumalandið. Leiðarvísir handa hræddri þjóð. Þar leiddi Andri rök að því að stóriðja væri umhverfis- og efnahagslega skaðvænleg. Þegar ég las bókina fundust mér rökin sannfærandi en nú velti ég því fyrir mér hvort stóriðja sé ekki ein leiðanna út úr ógöngunum. Mikilvægar er þó að Íslendingar losi sig við frjálshyggju-róttæknina en frjálshyggjan er hættuleg byltingarstefna, náskyld kommúnismanum. Landinu var umsnúið á nokkrum árum, gert að lummulegri skrípamynd af Bandaríkjunum, eins og m.a. sést á því að hin áður svo friðsama Reykjavík varð ein hættulegasta borg Evrópu. Í ofan á lag var íslenskum hefðum hent út og landið gert hálfenskumælandi. Kom þetta í veg fyrir þjóðargjaldþroti? Það er öðru nær, fyrirtæki sem hafa notað ensku sem vinnumál eru ekki bara gjaldþrota heldur hafa komið öllu íslenska hagkerfinu á hausinn. Ég man ekki til þess að þjóðargjaldþrot hafi orðið á Íslandi á meðan íslensk fyrirtæki létu sér móðumálið nægja.
Hvað um það, svo hraðar voru breytingarnar í fjármálageiranum að fjármálaeftirlitið gat ekki fylgt þeim eftir, því fór sem fór. Hefðu menn farið hægar í sakirnar og ekki reynt að kaupa hálfan heiminn, ekki reynt að gera Reykjavík að amerískri skrípaborg, væri efnahagurinn sæmilega traustur og Reykjavík þolanlega friðsöm. Svo fyrsta leiðarhnoðað sem ég býð upp í leiðarvísinum er: HEFJUM ÍHALDSSEMI OG ÍSLENSKAR HEFÐIR TIL VEGS OG VIRÐINGAR, FLÝTUM OKKUR HÆGT, TEMJUM OKKUR NÆGJUSEMI, VIRÐUM VISKU NÍSKUNNAR, LOSUM OKKUR VIÐ HINA AMERÍSKU GRÆÐGI OG MARKAÐSDÝRKUN.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 08:09
Hættir að kóa með kapítalistum.
![]() |
Ást á milljarðamæringum kulnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 07:58
RÚSSNESKT BLAÐ: HERSTÖÐ FYRIR LÁN!!
Meður sem er læs á rússnesku sagði mér í gær að rússneska blaðið Kosmoskaya (?) Pravda mælti með því að Rússar krefðust herstöðvar Íslandi fyrir lán. Þar eð flest rússnesk blöð eru undir járnhæl ríkisvaldsins má ætla að rússneskir ráðamenn séu þessarar skoðunar.
16.10.2008 | 07:42
ENSKAN OG ÚTRÁSIN
Sögðu ekki útrásarherrarnir að enska væri allra efnahagsmeinar bót? Það væri sko kostnaður af að tala íslensku, öll fínu útrásarfyrirtækin notuðu ensku sem vinnumál. Svo fóru útrásarkóngarnir á businessto$$aþing sem samþykkti ályktun þess efnis að gera yrði ensku jafnhátt undir höfði og íslensku í skólunum, annars myndu Íslendingar tapa í alþjóðasamkeppni. Undir þetta tók m.a. Þorvaldur Gylfason og sagði að þetta þyldi enga bið. En hagfræðiprófessorinn virðist ekki hafa hugsað út í þá staðreynd að slíkar breytingar á skólakerfinu myndu kosta morðfjár. Hvað sem því líður þá eru öll flottu fyrirtækin sem nota ensku sem vinnumál á hvínandi hausnum og hafa gjöreyðilagt íslenskt hagkerfi. Af hverju? Er ekki enska svo hagkvæm? Af hverju fóru fyrirtæki sem nota bara móðurmálið ekki á hausinn? Af hverju varð ekki svona kreppa á Íslandi áður landið varð hálfenskuvætt, enskar áletranir út um allt, matseðlar sumra veitingastaða á ensku osfrv? Getiði svarað þessu, enskusnobbhænsn?