Að kóa með kapítalistum

Veffari segir réttilega að frjálshyggjumenn reyni nú að koma sök kreppunnar á Davíð Oddsson. Sumir virðast vera í Friedmansleik en Milton Friedman skellti skuldinni af kreppunni 1929 á ameríska seðlabankann. Ekk fylgir sögunni hverjum hann taldi hrunin miklu á árunum fyrir 1912 vera að kenna. Þá var enginn seðlabanki vestra og fjármagsmarkaðurinn öldunigis "frjáls". Samt (?) urðu hrikaleg efnahagshrun hvað eftir annað. En svo leiðis lagað hafði enginn áhrif á Friedman, hann hefur örugglega æst sig upp í að trúa að allt væri ríkinu að kenna, frjálshyggjumenn gefa sér fyrirfram að svo sé.
"Ekki benda á mig, segir varðstjórinn...", söng Bubbi, "ekki benda á mig og ekki benda á hið heilaga útrásarauðvald, segir hinn ofstækisfulli frjálshyggjumaður". Hann kóar með kapítalistunum eins og alltof margir Íslendingar. Áður þjáðust þeir af ríkisdýrkun, ríkið átti öllu að redda, nú þjást þeir af ríkradýrkun, hinir ríku bjarga öllu. En það er von til þess að landin nái áttum, hætti að dýrka þá ríku líka. Mitt boðorð: Dýrkum sem fæst og tökum undir með Bob Dylan er hann kyrjar "Don't follow leaders, watch parking meters".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband